Man(n)sal

image-244.jpgÞað þykir ekkert tiltökumál hérlendis að mál eins og mansal gufi upp í kerfinu Guð má vita hversu mörg önnur mál daga þar upp. Það hefur lengi verið þannig að mál af líkum toga, já sambærileg, hafa  verið afgreidd sem strákapör sem segir all nokkuð um þá sem með þau mál fara.

Glæpir eins og nauðganir, ofbeldi og ánýðsla á mönnum og dýrum hafa verið teknir með silkihönskum eins og margsinnis hefur komið fram í fjölmiðlum og hafa fórnarlömb ofbeldis þurft að höfða einkamál gegn gerendum til að fá þá dæmda, í málum sem varða við almenn hegningarlög.

Hvernig má það vera að kærur eru dregnar til baka getur verið að fórnarlömbum sé ekki tryggð næg vernd, getur verið að viðmót rannsóknaraðila sé á þann hátt að það fæli fórnarlömb frá kærum.

Er fórnarlömbunum kannski talin trú um að þetta sé nú ekki neitt eins og hrínandi krökkum sem hafa hruflað sig. Það hefur þótt sjálfsagt að vinnandi fólk hafi vart til hnífs og skeiðar, vinni ómennskan vinnutíma, meðan þeir sem minna leggja til samfélagsins lifa í vellystingu.

Svo sjálfsagt þykir það, að svokölluð verkalýðsforysta sem lýtur hagfræðingum og kenningum þeirra ver með kjafti og klóm þær hugmyndir að óréttlætið sé óumflýjanlegt nátturulögmál.

Mansal getur ekki þótt neitt tiltökumál í samfélagi sem elst upp við brenglað siðferðismat, ef fyrirmyndirnar eru slæmar verður útkoman eftir því, þess vegna verður að uppræta það ástand sem ríkir í samfélaginu, þar sem lögin eru fyrir þá sem eiga og ráða.

Í samfélagi þar sem  réttarfarið er á þann hátt að það eru ekki öll dýrin í skóginum jöfn verður hvorki friður né réttlæti

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband