Færsluflokkur: Kjaramál

Lífeyrissparnaður atvinnulífsins

Mér  hefur lengi gramist eins og mörgum öðrum að þeir sem hafa vald yfir lífeyrissjóðum okkar. Það hefur þótt og þykir sjálfsagt að láta það viðgangast að fjármunir, sparnaður launfólks, séu bundnir hjá fulltrúum þeirra sem eiga að heita að vera búnir að greiða þá.Þetta er að sjálfsögðu gert með samþykki og velvild verkalýðforystu sem vill ekki sjá neitt varhugavert við þessa skipan mála enda nýtur hún góðs af þeim sporslum sem þar viðgangast.

 það er (var alla vega) jafnvel hamrað á lýfeyriseigendum (okkur) að leggja í áhættusparnað, já það var ekki komið betur fram við sparifjáreigendur hjá lífeyrissjóðunum en hjá hinum fjármálastofnunu. Ekki einn einasti fjármálaráðherra hefur hingað til þorað að leggjast gegn þessum bastarði vistarbandsins.  Það sem ætti ekki að velkjast fyrir þeim er að sjá það óréttlæti að halda því fé föstu og spila með það án þess að neitt alvöru eftirlit sé haft með því. Lífeyrisgjöld hafa margsinnis verið hækkuð og alltaf með þeim sömu rökum að við séum alltaf að eldast lífaldur sé orðinn svo hár, án þess að útskýrt hafi verið hversu gömul við getum orðið auk þess hve réttur til örorkbóta hefur lækkað frá sjóðunum og þar með lækkað kostnað lífeyrissjóðsins . Það vill nú þannig til að fyrir aðeins nokkrum árum dugði 60 % af vöxtum lífeyrissjóðsins míns fyrir öllum kostnaði útgreiðlum á lífeyri, launakostnaði og skrifstofuhaldi. Gamla fólkið má nú verða helvíti gamalt til að éta slíkan hagnað upp. En það vantar alltaf meiri peninga. Hvar vantar pening? Í betri laun handa stjórninni ? Ekki hef ég heyrt að það ætti að lækka launin hennar,  bara, já bara hjá þeim sem eiga peningana, ábyggilega vegna þess að þeir eiga það ekki skilið fyrir að verða svo gamlir að þeir fá eitthvað af sparnaðinum til baka. Ég skora á vinstri græna, ég skora á Samfylkinguna  og ég skora á alla löggjafarsamkunduna að gyrða upp um sig og lagfæra eða ætti ég kannski að segja að fjarlægja þann óskapnað sem grafið hefur um sig í lífeyrissjóðakerfinu. p-steingrimur_j_i_lit2.jpg

che.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband