Spólför Alþingis í óbyggðum Íslands

p3170149.jpgNú er ég búinn að vera án atvinnu síðan í byrjun október 2009.Ég hef fylgst með atvinnuástandinu frá því fyrir fall íslenska efnahagskerfisins, ég verð að játa það að ég vonaði að það færi nú að lagast, þó svo ég gerði mér ekki vel grein fyrir því hvað ástandið væri orðið ískyggilegt. Þegar ég rifja upp það sem fram fór eins og viðvaranir frá stéttarfélögum um slælegt eftirlit, eigin efasemdir um að hagkerfið stæði undir þessum gífurlega launastrúktúr (þó   viðurkenni ég samt  að ég  trúði því að útrás bankanna gæfi svona vel af sér, þar sem ég er hvorki nógu vel að mér í alþjóðlegri glæpastarfsemi né fjölþjóðlegum viðskiptum), þá finnst mér með ólíkindum að lausaganga fjár skuli hafa verið með þeim hætti sem raun ber vitni, allt máttu þeir sem mest áttu(skulduðu) en reglugerðarvirki sett um þá sem minna gátu hvað þeir máttu. Í nafni velvildar flokkakerfis, umsvifa, vinfengis og ætternis gátu nokkrir menn veðsett Ísland fengið lán hjá þjóðinni komist upp með að greiða ekki skuldir sínar, haldið þeim eignum sem þeir fengu á gjafvirði frá ríkinu(þjóðinni) án þess að greiða fyrir, fá svo niðurfelldar skuldir sínar og halda samt eignum sínum,. Og hvert er nú búið að færa skuldirnar? Jú til heimilanna með tilheyrandi skattahækkunum og niðurskurði í samfélagsþjónustu, engin furða að fólkið sé óánægt það er eins og engnn heyri neitt fyrr en Austurvöllur logar af átökum, fyrrverandi stjórnarandstaða heyrði vel fyrir kosningar, heyrir hún núna? Ég held hún heyri varla í sjálfri sér fyrir innbyrðis vopnaskaki.  Hvernig gengur nú að laga ástandið með þessu verklagi? Spyr sá sem ekki veit. Fjöldi fjölskyldna hefur flutt af landi brott og hefur með því lækkað til muna það hlutfall sem mælir atvinnustig , hverjum er það að þakka? Stór hluti fyrirtækja er ekki svipur hjá sjón vegna fjárskorts, hverjum er það að þakka? Bankakerfið er allt í uppnámi vegna gengistryggðra lána, hverjum er það að þakka? Samdráttur í framkvæmdum á vegum ríkisins er verulegur og eykur enn frekar á atvinnuleysi, hverjum er það að þakka? Lífeyrir er stórskertur, þeir sem eiga aðild að þeim fyrirtækjum sem féllu ráða enn þann dag í þar öllu, hverjum er það að þakka? Það er í engu er hægt að sakast við launafólk, sem var narrað út í allskonar fjárfestingu, hringt var í sparifjáreigendur, eins smekklegt og það nú er (hvaðan fengu bankamennirnir nú upplýsingar um innistæður? ) og þeir beðnir að koma fé sínu í betri hús. Þau hús reyndust vera hin mestu fjárplógshús, þau mestu sem sögur fara af hér á landi. Ætlar þingið að skoða lengur hvað fór úrskeiðis og karpa um það hverju um var að kenna, á ekki bara að bíða þangað til allt gamla fólkið er dáið eins og kerlingin sagði? Getur þingið horft kinnroðalaust framan í þjóðina og sagt að það ráði við vandann? Ég veit ekki hvað þingmenn eru að hugsa? Um þjóðina sem kaus þá? Það væri nú góð byrjun að hugsa um hana. Uppí huga mér kemur ósjálsrátt mynd af nokkrum nýjum þingliðum eftir síðustu kosningar þeir gengu svo glaðir og frjálslegir í fasi, lýstu því hvað það hafi verið merkilegt og gaman að setjast á skólabekk og fara í kennslu í þinglegum vinnubrögðum, þeir voru allir  bólusettir. Skildu þeir vera jafn glaðir yfir vinnubrögðum þingsins í dag og er þeim enn jafn annt um sauðsvartann almúgann? Innan veggja Alþingis situr fólk, sem virðist vera ónæmt fyrir þeim veruleik sem ríkir utan veggja þess, og er mér ekki grunlaust um að slíkt hugarástand sé ríkjandi í mörgum sveitastjórnum, sem engu skeyttu um afleiðingar af íbúafjölgunarkapphlaupinu, fjöldinn allur af eyðibýlum prýðir nú þéttbýlasta hluta landsins og í öllum darraðadansinum fór mest af púðrinu  í að berja á þinginu, sveitastjórnirnar sluppu með skrekkinn. Við getum þakkað öllum þeim sem fara og fóru með völd í einkavæðingunni, hvaða nöfnum sem þau nefnast, það ástand sem nú ríkir, þeir höfðu löglærða menn sér til ráðgjafar eða þá þeir voru sjálfir löglærðir svo getum við þakkað þinginu fyrir að koma sér ekki uppúr þessum spólförum samdráttar, þingið er að gera landið óbyggilegt, það hafa engar málamiðlanir dugað til að bjarga neinni þjóð, sá samdráttur sem orðið hefur getur aðeins endað með skelfingu fyrir þjóðina.

S O S.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband