7.9.2010 | 20:47
Spólför Alþingis í óbyggðum Íslands
Nú er ég búinn að vera án atvinnu síðan í byrjun október 2009.Ég hef fylgst með atvinnuástandinu frá því fyrir fall íslenska efnahagskerfisins, ég verð að játa það að ég vonaði að það færi nú að lagast, þó svo ég gerði mér ekki vel grein fyrir því hvað ástandið væri orðið ískyggilegt. Þegar ég rifja upp það sem fram fór eins og viðvaranir frá stéttarfélögum um slælegt eftirlit, eigin efasemdir um að hagkerfið stæði undir þessum gífurlega launastrúktúr (þó viðurkenni ég samt að ég trúði því að útrás bankanna gæfi svona vel af sér, þar sem ég er hvorki nógu vel að mér í alþjóðlegri glæpastarfsemi né fjölþjóðlegum viðskiptum), þá finnst mér með ólíkindum að lausaganga fjár skuli hafa verið með þeim hætti sem raun ber vitni, allt máttu þeir sem mest áttu(skulduðu) en reglugerðarvirki sett um þá sem minna gátu hvað þeir máttu. Í nafni velvildar flokkakerfis, umsvifa, vinfengis og ætternis gátu nokkrir menn veðsett Ísland fengið lán hjá þjóðinni komist upp með að greiða ekki skuldir sínar, haldið þeim eignum sem þeir fengu á gjafvirði frá ríkinu(þjóðinni) án þess að greiða fyrir, fá svo niðurfelldar skuldir sínar og halda samt eignum sínum,. Og hvert er nú búið að færa skuldirnar? Jú til heimilanna með tilheyrandi skattahækkunum og niðurskurði í samfélagsþjónustu, engin furða að fólkið sé óánægt það er eins og engnn heyri neitt fyrr en Austurvöllur logar af átökum, fyrrverandi stjórnarandstaða heyrði vel fyrir kosningar, heyrir hún núna? Ég held hún heyri varla í sjálfri sér fyrir innbyrðis vopnaskaki. Hvernig gengur nú að laga ástandið með þessu verklagi? Spyr sá sem ekki veit. Fjöldi fjölskyldna hefur flutt af landi brott og hefur með því lækkað til muna það hlutfall sem mælir atvinnustig , hverjum er það að þakka? Stór hluti fyrirtækja er ekki svipur hjá sjón vegna fjárskorts, hverjum er það að þakka? Bankakerfið er allt í uppnámi vegna gengistryggðra lána, hverjum er það að þakka? Samdráttur í framkvæmdum á vegum ríkisins er verulegur og eykur enn frekar á atvinnuleysi, hverjum er það að þakka? Lífeyrir er stórskertur, þeir sem eiga aðild að þeim fyrirtækjum sem féllu ráða enn þann dag í þar öllu, hverjum er það að þakka? Það er í engu er hægt að sakast við launafólk, sem var narrað út í allskonar fjárfestingu, hringt var í sparifjáreigendur, eins smekklegt og það nú er (hvaðan fengu bankamennirnir nú upplýsingar um innistæður? ) og þeir beðnir að koma fé sínu í betri hús. Þau hús reyndust vera hin mestu fjárplógshús, þau mestu sem sögur fara af hér á landi. Ætlar þingið að skoða lengur hvað fór úrskeiðis og karpa um það hverju um var að kenna, á ekki bara að bíða þangað til allt gamla fólkið er dáið eins og kerlingin sagði? Getur þingið horft kinnroðalaust framan í þjóðina og sagt að það ráði við vandann? Ég veit ekki hvað þingmenn eru að hugsa? Um þjóðina sem kaus þá? Það væri nú góð byrjun að hugsa um hana. Uppí huga mér kemur ósjálsrátt mynd af nokkrum nýjum þingliðum eftir síðustu kosningar þeir gengu svo glaðir og frjálslegir í fasi, lýstu því hvað það hafi verið merkilegt og gaman að setjast á skólabekk og fara í kennslu í þinglegum vinnubrögðum, þeir voru allir bólusettir. Skildu þeir vera jafn glaðir yfir vinnubrögðum þingsins í dag og er þeim enn jafn annt um sauðsvartann almúgann? Innan veggja Alþingis situr fólk, sem virðist vera ónæmt fyrir þeim veruleik sem ríkir utan veggja þess, og er mér ekki grunlaust um að slíkt hugarástand sé ríkjandi í mörgum sveitastjórnum, sem engu skeyttu um afleiðingar af íbúafjölgunarkapphlaupinu, fjöldinn allur af eyðibýlum prýðir nú þéttbýlasta hluta landsins og í öllum darraðadansinum fór mest af púðrinu í að berja á þinginu, sveitastjórnirnar sluppu með skrekkinn. Við getum þakkað öllum þeim sem fara og fóru með völd í einkavæðingunni, hvaða nöfnum sem þau nefnast, það ástand sem nú ríkir, þeir höfðu löglærða menn sér til ráðgjafar eða þá þeir voru sjálfir löglærðir svo getum við þakkað þinginu fyrir að koma sér ekki uppúr þessum spólförum samdráttar, þingið er að gera landið óbyggilegt, það hafa engar málamiðlanir dugað til að bjarga neinni þjóð, sá samdráttur sem orðið hefur getur aðeins endað með skelfingu fyrir þjóðina.
S O S.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2009 | 22:18
Lífeyrissparnaður atvinnulífsins
Mér hefur lengi gramist eins og mörgum öðrum að þeir sem hafa vald yfir lífeyrissjóðum okkar. Það hefur þótt og þykir sjálfsagt að láta það viðgangast að fjármunir, sparnaður launfólks, séu bundnir hjá fulltrúum þeirra sem eiga að heita að vera búnir að greiða þá.Þetta er að sjálfsögðu gert með samþykki og velvild verkalýðforystu sem vill ekki sjá neitt varhugavert við þessa skipan mála enda nýtur hún góðs af þeim sporslum sem þar viðgangast.
það er (var alla vega) jafnvel hamrað á lýfeyriseigendum (okkur) að leggja í áhættusparnað, já það var ekki komið betur fram við sparifjáreigendur hjá lífeyrissjóðunum en hjá hinum fjármálastofnunu. Ekki einn einasti fjármálaráðherra hefur hingað til þorað að leggjast gegn þessum bastarði vistarbandsins. Það sem ætti ekki að velkjast fyrir þeim er að sjá það óréttlæti að halda því fé föstu og spila með það án þess að neitt alvöru eftirlit sé haft með því. Lífeyrisgjöld hafa margsinnis verið hækkuð og alltaf með þeim sömu rökum að við séum alltaf að eldast lífaldur sé orðinn svo hár, án þess að útskýrt hafi verið hversu gömul við getum orðið auk þess hve réttur til örorkbóta hefur lækkað frá sjóðunum og þar með lækkað kostnað lífeyrissjóðsins . Það vill nú þannig til að fyrir aðeins nokkrum árum dugði 60 % af vöxtum lífeyrissjóðsins míns fyrir öllum kostnaði útgreiðlum á lífeyri, launakostnaði og skrifstofuhaldi. Gamla fólkið má nú verða helvíti gamalt til að éta slíkan hagnað upp. En það vantar alltaf meiri peninga. Hvar vantar pening? Í betri laun handa stjórninni ? Ekki hef ég heyrt að það ætti að lækka launin hennar, bara, já bara hjá þeim sem eiga peningana, ábyggilega vegna þess að þeir eiga það ekki skilið fyrir að verða svo gamlir að þeir fá eitthvað af sparnaðinum til baka. Ég skora á vinstri græna, ég skora á Samfylkinguna og ég skora á alla löggjafarsamkunduna að gyrða upp um sig og lagfæra eða ætti ég kannski að segja að fjarlægja þann óskapnað sem grafið hefur um sig í lífeyrissjóðakerfinu.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2009 | 21:35
Man(n)sal
Það þykir ekkert tiltökumál hérlendis að mál eins og mansal gufi upp í kerfinu Guð má vita hversu mörg önnur mál daga þar upp. Það hefur lengi verið þannig að mál af líkum toga, já sambærileg, hafa verið afgreidd sem strákapör sem segir all nokkuð um þá sem með þau mál fara.
Glæpir eins og nauðganir, ofbeldi og ánýðsla á mönnum og dýrum hafa verið teknir með silkihönskum eins og margsinnis hefur komið fram í fjölmiðlum og hafa fórnarlömb ofbeldis þurft að höfða einkamál gegn gerendum til að fá þá dæmda, í málum sem varða við almenn hegningarlög.
Hvernig má það vera að kærur eru dregnar til baka getur verið að fórnarlömbum sé ekki tryggð næg vernd, getur verið að viðmót rannsóknaraðila sé á þann hátt að það fæli fórnarlömb frá kærum.
Er fórnarlömbunum kannski talin trú um að þetta sé nú ekki neitt eins og hrínandi krökkum sem hafa hruflað sig. Það hefur þótt sjálfsagt að vinnandi fólk hafi vart til hnífs og skeiðar, vinni ómennskan vinnutíma, meðan þeir sem minna leggja til samfélagsins lifa í vellystingu.
Svo sjálfsagt þykir það, að svokölluð verkalýðsforysta sem lýtur hagfræðingum og kenningum þeirra ver með kjafti og klóm þær hugmyndir að óréttlætið sé óumflýjanlegt nátturulögmál.
Mansal getur ekki þótt neitt tiltökumál í samfélagi sem elst upp við brenglað siðferðismat, ef fyrirmyndirnar eru slæmar verður útkoman eftir því, þess vegna verður að uppræta það ástand sem ríkir í samfélaginu, þar sem lögin eru fyrir þá sem eiga og ráða.
Í samfélagi þar sem réttarfarið er á þann hátt að það eru ekki öll dýrin í skóginum jöfn verður hvorki friður né réttlæti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 22:30
Er borgarahreifingin búin að læra Framsóknarblogg?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)